Ferill 105. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 105 . mál.


521. Frumvarp til laga



um afnám laga nr. 35/1992, um forfallaþjónustu í sveitum, o.fl.

(Eftir 2. umr., 28. des.)



1. gr.


    Lög nr. 35 29. maí 1992, um forfallaþjónustu í sveitum, eru úr gildi felld.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á lögum nr. 41 15. maí 1990, um Búnaðarmálasjóð:
     a .     Hlutfallstala skv. A-lið 2. gr. verður: 0,55%, í stað „0,75%“.
     b .     Hlutfallstala skv. B-lið 2. gr. verður: 1,1%, í stað „1,5%“.
     c .     Úr 1. mgr. 4. gr. falla niður orðin: „Til forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, sbr. lög
nr. 32/1979
0,200%  0,400%“.

     d .     3. mgr. 4. gr. fellur brott.

3. gr.


    Lögin öðlast gildi 1. janúar 1995.

Ákvæði til bráðabirgða.


    

I.


    Þrátt fyrir ákvæði laganna skal Framleiðsluráð landbúnaðarins ljúka innheimtu þeirra gjalda til forfallaþjónustu í sveitum sem lögð hafa verið á fyrir 1. janúar 1995.

II.


    Stjórn forfallaþjónustu í sveitum skal þrátt fyrir ákvæði 1. gr. starfa áfram til 1. apríl 1995 og sjá um að ljúka uppgjöri á málefnum forfallaþjónustunnar og að útdeila tekjuafgangi til framleiðenda.
    Réttur einstakra framleiðenda til endurgreiðslu er háður því að viðkomandi framleiðandi hafi greitt til þjónustunnar eftir 31. ágúst 1994. Endurgreiðsla skal fara fram í sömu hlutföllum og hver og einn framleiðandi greiddi í Búnaðarmálasjóð vegna þjónustunnar á því tímabili.